Félagslegir þættir
Öryggi og vellíðan
Eignir FISK Seafood sem listaðar eru í efnahagsreikningi félagsins eru umtalsverðar. Mestu verðmæti félagsins, sem þó geta á engan hátt talist eign þess, eru fólgin í atgervi, þekkingu og liðsanda starfsfólksins. Þess vegna leggur FISK Seafood sig fram um að tryggja öryggi og vellíðan starfsmanna sinna og opna þeim leiðir til fræðslu og framþróunar í verkefnum sínum.
Öryggismál
FISK Seafood leggur mikla áherslu á öryggismál og bera stjórnendur deilda ábyrgð á þeim. Á öllum starfsstöðvum eru starfandi öryggistrúnaðarmenn sem eru kosnir af starfsfólkinu og öryggisfulltrúar sem eru skipaðir af yfirmönnum deilda.
Að auki starfa öryggisnefndir innan hverrar deildar og vinna markvisst að fækkun slysa með eftirliti og skráningum á óhöppum. Unnið er út frá því að hver og einn starfsmaður beri ábyrgð á eigin öryggi og eru þeir hvattir til að tilkynna hvers kyns misbresti á öryggisþáttum. Allir starfsmenn hafa aðgang að slysaskráningarkerfi okkar, ATVIK, og geta þeir skráð tilkynningar eða ábendingar hvort heldur sem er undir nafni eða með nafnleynd. Á þessum vettvangi getur starfsfólk tilkynnt um óhöpp, minniháttar slys, fjarveruslys, ógn, áreiti, ofbeldi eða einelti auk ábendinga um allt það sem betur mætti fara á vinnustaðnum.
FISK Seafood vinnur að innleiðingu leiðbeininga Eldvarnabandalagsins á öllum starfsstöðvum sínum. Markmið þess samnings er að auka þekkingu starfsfólks á eldvörnum og gera það meðvitaðra um viðbrögð við hættum sem t.d. skapast í kringum vinnu með neista.
Félagið hefur sett sér öryggisstefnu með eftirgreind meginmarkmið að leiðarljósi:
- Að öryggismál starfsmanna séu ávallt í fyrirrúmi
- Að vinnuumhverfi verði með fyrirbyggjandi aðgerðum slysalaust
- Að virkja þátttöku og stuðning stjórnenda og starfsmanna við öryggismál innan fyrirtækisins
Fræðsla og nýsköpun
FISK Seafood leggur áherslu á símenntun og þjálfun starfsfólks. Á árinu 2020 var gerður samningur við Eloomi um afnot af rafrænu námsstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Fræðsluforritið býður upp á einstaklingsmiðaða símenntun og er það á fjölda tungumála. Þannig styður það við þá stefnu FISK Seafood að mismuna ekki einstaklingum vegna þjóðernis og veita starfsfólki jöfn tækifæri innan fyrirtækisins. Í desember 2020 var sett upp ný fræðsluáætlun sem kynnt var starfsfólki samhliða Eloomi námsstjórnunarforritinu.
Félagið hefur hvatt starfsmenn til að sækja Fisktækninám og þegar mest lét voru 20 starfsmenn í náminu samtímis. Í dag starfa 15 fisktæknar hjá FISK Seafood.
Allir sjómenn FISK Seafood sækja símenntun hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Helstu námskeið hans snúa að almennri símenntun, öryggi, skyndihjálp, sjúkrahjálp og neyðarstjórnun.
FISK Seafood hefur lagt áherslu á að veita nemendum á eldri skólastigum fræðslu um hvað er að gerast í sjávarútvegi á Íslandi. Höfum við átt gott samstarf við nemendur á öllum skólastigum og tekið á móti B.Sc., M.Sc og PhD nemendum í ýmiskonar verkefni tengd rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi. Einnig hefur FISK Seafood á undanförnum árum tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum með opinberum aðilum og einkageiranum sem tengjast hugviti og þekkingariðnaði til fullnýtingar sjávarafurða.
Mannauður
FISK Seafood leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi þar sem jafnvægi er á milli vinnu og einkalífs. Félagið býður öllu starfsfólki kort í sundlaugar Skagafjarðar og Grundarfjarðar því að kostnaðarlausu. Markmið félagsins er að starfsfólk hafi án endurgjalds aðgang að árlegri inflúensubólusetningu og almennri heilsufarsskoðun. Við bjóðum starfsfólki upp á fjölbreytt og heilsusamlegt fæði, morgunverð og heimilismat í hádeginu auk aðgengis að næringarríkum millimálabitum allan vinnudaginn.
FISK Seafood virðir almenn mannréttindi, gildandi kjarasamninga og önnur lögbundin réttindi fólks og mismunar ekki starfsfólki úti frá kyni, kynhneigð, uppruna eða trú. Félagið hefur einsett sér að óútskýrður launamunur fari ekki yfir 5% og til að tryggja það hefur FISK Seafood innleitt launastefnu. Þessu til stuðnings hefur félagið hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST85:2012 staðli .
FISK Seafood vill opna metnaðarfullu starfsfólki leiðir til að þróast í starfi. Félagið leitar stöðugt leiða til þess að samþætta óskir hvers starfsmanns við þarfir fyrirtækisins og leggja þannig grunn að árangursríku samstarfi sem byggir á því að þroska og nýta hvert tækifæri til sóknar sem gefst.
Hlutfall starfsmanna í landi og á sjó er nánast jafnt. Ef skoðað er hlutfall kynja sem starfa hjá félaginu þá er hlutfall karla mun hærra heldur en annarra kynja. Skýrist það af því að árið 2021 starfaði einungis ein kona hjá fyrirtækinu til sjós.
Meginmarkmið launastefnu félagsins eru að:
- Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlauna staðlinum ÍST 85:2012, það skjalfest og því viðhaldið. Afla vottunar faggilds aðila og viðhalda slíkri vottun samkvæmt staðli
- Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti
- Uppfylla skilyrði staðals um innri úttektir og athugun / stjórnenda árlega
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem varða fyrirtækið á hverjum tíma og staðfesta að farið sé að lögum
Samfélagsspor
Samfélagsspor FISK Seafood gefur heildstæða mynd af öllum opinberum gjöldum og sköttum sem greiddir eru til hins opinbera vegna starfsemi félagsins. FISK Seafood greiddi 1.620 milljónir kr. í skatta og gjöld á árinu 2021. Félagið innheimti 946 milljónir kr. á árinu af starfsfólki fyrir ríkissjóð. Samtals er því samfélagsspor starfseminnar 2.566 milljónir kr.
Samfélagsspor | 2021 |
---|---|
Tekjuskattur | 381.553 |
Tryggingagjald | 221.229 |
Mótframlag í lífeyrissjóði | 323.014 |
Veiðigjöld | 414.517 |
Gjöld til hafnarsjóða | 120.871 |
Aðrir skattar og gjöld | 65.881 |
Kolefnisgjald | 93.270 |
Innheimtir skattar vegna einstaklinga | 946.135 |
Samtals | 2.566.110 |
Tölur í þúsundum króna. |
Launamunur kynjanna
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Hlutfall miðgildis launagreiðslna karla(x) og miðgildis launagreiðslna kvenna í landi | X:1 | 1,13 |
Launahlutfall framkvæmdastjóra
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Hlutfall heildarlaunagreiðslu framkvæmdastjóra og miðgildis heildarlaunagreiðslna starfsmanna í fullu starfi. | x:1 | 5,4 | |
Er þetta hlutfall sett fram af fyrirtækinu í skýrslugjöf til yfirvalda? | já/nei | nei |
Starfsmannavelta
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi á sjó | % | 13,6 | |
Árleg breyting starfsmanna í fullu starfi í landi | % | 13,0 |
Kynjafjölbreytileiki
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Karlar | % | 76,7 | |
Konur | % | 23,3 | |
Önnur kyn | % | 0 |
Hlutfall tímabundinna starfskrafta
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Starfsfólk í fullu starfi | % | 97,8 | |
Starfsfólk í hlutastarfi | % | 2,2 | |
Verktakar og ráðgjafar | % | 0 |
Aðgerðir gegn mismunun
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Fylgir fyrirtækið stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti | já/nei | já | Sjá nánar |
Vinnuslysatíðni
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu í öryggis- og vinnuverndarmálum? | já/nei | já | Sjá nánar |
Tíðni slysatengdra atvika, sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna á sjó | % | 4,5% | |
Tíðni slysatengdra atvika, sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna í landi | % | 8,0% |
Hnattræn heilsa og öryggi
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Fylgir fyrirtækið starfstengdri og/eða hnattrænni stefnu um heilsu og öryggi | já/nei | já |
Barna- og nauðungarvinna
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu gegn barna- og/eða nauðungarvinnu? | já/nei | já | Sjá nánar |
Ef já, nær mannréttindastefnan einnig til birgja og seljenda? | já/nei | nei |
Mannréttindi
Vísir | Eining | 2021 | Athugasemdir |
---|---|---|---|
Fylgir fyrirtækið þitt mannréttindastefnu? | já/nei | já | Sjá nánar |
Ef já, nær mannréttindastefnan einnig til birgja og seljenda? | já/nei | nei |