Stjórn

image description

Þórólfur Gíslason, fæddur 1952, hefur setið í stjórn FISK Seafood frá árinu 1989 og er stjórnarformaður félagsins. Þórólfur er með stúdentspróf frá Samvinnuskólanum á Bifröst og hefur starfað sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga síðan 1988. Þórólfur hefur víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu.

Ingileif Oddsdóttir er fædd 1964 og hefur setið í stjórn FISK Seafood frá árinu 2011. Ingileif er með BA-gráðu í sálfræði og kennsluréttindi í uppeldis- og kennslufræðum, meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf og með MA gráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur verið skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá árinu 2011. Áður starfaði hún sem framhaldsskólakennari og náms- og starfsráðgjafi. 

Bjarni Maronsson er fæddur 1949. Hann hefur setið í stjórn FISK Seafood frá árinu 2011, fyrst sem varamaður í stjórn en aðalmaður síðan 2012. Bjarni er með B.Sc. próf í búvísindum frá Bændaskólanum á Hvanneyri auk þess að vera búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal. Bjarni var lengst af héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Norðurlandi vestra sem starfsmaður Búnaðarsambands Skagfirðinga auk þess sem hann sinnti kennslu og fleiri verkefnum tengdum landbúnaði og bústörfum.

Herdís Á Sæmundardóttir er fædd 1954 og hefur setið í stjórn FISK Seafood frá árinu 2013. Herdís er með MA gráðu í opinberri stjórnsýslu og hefur starfað sem sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá 2008. Áður starfaði hún sem fræðslustjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði auk þess að gegna stöðu stjórnarformanns Byggðastofnunar og formennsku í  ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Sigurjón R. Rafnsson er fæddur 1965 og hefur verið aðalmaður í stjórn FISK Seafood frá árinu 1996. Sigurjón er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og viðskiptafræðingur með cand.oecon gráðu frá Háskóla Íslands. Sigurjón hefur starfað frá 1993 hjá Kaupfélagi Skagfirðinga svf. og verið aðstoðarkaupfélagsstjóri frá árinu 1995. Sigurjón hefur víðtæka rekstrarreynslu hjá KS og dótturfélögum og einnig sem stjórnarmaður í mörgum fyrirtækjum.


Framkvæmdastjóri
Friðbjörn Ásbjörnsson er framkvæmdastjóri FISK Seafood. Hann er fæddur árið 1984 og uppalinn við sjóinn á Snæfellsnesi. Friðbjörn brautskráðist frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og hefur m.a. lokið námi við Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík fyrir stjórnendur í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Friðbjörn er með skipstjórnar- og vélstjóraréttindi. Hann hóf ásamt bræðrum sínum störf við útgerðarfyrirtæki foreldra sinna, Nesver, strax á unglingsárum. Meðfram námi sínu til stúdentsprófs og að því loknu starfaði hann einnig að uppbyggingu og rekstri fiskmarkaða og vann við kvótamiðlun um árabil. Friðbjörn hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Soffaníasar Cecilssonar ehf. frá 2017 og framkvæmdastjóra FISK Seafood frá 2018 eftir að hafa starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá félaginu.