UM SKÝRSLUNA

Sjálfbærniskýrsla FISK Seafood ehf.

Sjálfbærniskýrsla FISK Seafood ehf. er nú gefin út í fyrsta sinn. Í skýrslunni er fjallað um ófjárhagslega þætti starfseminnar. Hún er unnin í samræmi við leiðbeiningar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands og Staðlaráðs Íslands auk UFS leiðbeininga Nasdaq kauphallarinnar, útgáfu 2.0 frá febrúar 2020 (ESG Reporting Guide 2.0).

image description

Upplýsingar í skýrslunni eru afmarkaðar við móðurfélagið FISK Seafood ehf. og dótturfélag þess, Soffanías Cecilsson ehf. Skýrslan tekur til ársins 2021 og eru allar upplýsingar í samræmi við bestu vitneskju þegar skýrslan er samin. Skýrslan grundvallast á umfangsmikilli  endurskipulagningu á ýmsum þáttum í stjórnun félagsins í takti við sérstaka stjórnarháttayfirlýsingu sem tók gildi á vormánuðum ársins 2021. Hún er yfirgripsmikill og nákvæmur leiðarvísir þar sem m.a. er tekið á jafnréttismálum, persónuvernd, öryggismálum, vinnu- og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis, kynferðislegs og kynbundins áreitis, umhverfismálum, sjálfbærri nýtingu fiskistofna, starfsreglum stjórnar, innra eftirliti, áhættustýringu o.m.fl.

Ritstjórn: Friðbjörn Ásbjörnsson, Gísli Svan Einarsson, Guðrún Sighvatsdóttir, Stefanía Inga Sigurðardóttir. 

Ljósmyndir: Davíð Már Sigurðsson. Forsíðumynd: Bergþór Gunnlaugsson.

Útgefið: Júlí 2022.